Loading [MathJax]/jax/output/HTML-CSS/jax.js
Skip to Content

Mengi A er sagt vera hlutmengi í mengi B ef sérhvert stak í A er líka stak í B. Þetta er táknað með AB. Á Venn-myndinni að neðan er A hlutmengi í B því svæðið innan minni hringsins (sem táknar stökin í A) er líka innan stærri hringsins (sem táknar stökin í B).

Dæmi:   Mengið A={1,2,5,6} er hlutmengi í menginu B={1,2,3,4,5,6}, þ.e. AB, því sérhvert stak í A er líka stak í B.

Dæmi:   Mengið N er hlutmengi í Z því sérhver náttúruleg tala er líka heil tala, Z er hlutmengi í Q því sérhver heil tala er líka ræð tala og Q er hlutmengi í R því sérhver ræð tala er líka rauntala. Með öðrum orðum gildir að NZQR. Venn-myndin hér að neðan sýnir innbyrðis afstöðu þessara rauntalnamengja.

Dæmi:   Látum A vera mengi. Sérhvert stak í tóma menginu er líka stak í A, þ.e. A, því tóma mengið hefur ekkert stak. Einnig gildir augljóslega að sérhvert stak í A er líka stak í A, svo AA.

Eiginlegt hlutmengi

Ef A er hlutmengi í B geta A og B verið sama mengið eins og síðasta dæmið að ofan sýnir. Hins vegar gerist þess oft þörf að útiloka þennan möguleika og það leiðir til eftirfarandi skilgreiningar: Ef A er hlutmengi í B og auk þess eru A og B ekki sama mengið er sagt að Aeiginlegt hlutmengi í B. Þetta er táknað með AB.

Munurinn á hlutmengi og eiginlegu hlutmengi er sem sagt sá að seinna hugtakið felur í sér meiri upplýsingar en það fyrra: AB segir einungis að sérhvert stak í A sé líka stak í B, en AB segir auk þess að A og B séu ekki sama mengið.

Dæmi:   Mengið A={1,2,5,6} er eiginlegt hlutmengi í menginu B={1,2,3,4,5,6}, þ.e. AB, því A er hlutmengi í B og auk þess eru A og B ekki sama mengið. Í þessu dæmi er þess vegna bæði rétt að segja að AB og að AB, eini munurinn er sá að seinni rithátturinn gefur meiri upplýsingar en sá fyrri.

Dæmi:   Við vitum þegar samkvæmt dæmi að ofan að NZ. Einnig vitum við að 1 er heil tala en ekki náttúruleg tala, svo N og Z eru ekki sama mengið og því getum við líka sagt að NZ.

Sömuleiðis vitum við þegar að ZQ. Einnig vitum við að 12 er ræð tala en ekki heil tala, svo Z og Q eru ekki sama mengið og því getum við líka sagt að ZQ.

Loks vitum við þegar að QR. Einnig vitum við að 2 er óræð tala, svo Q og R eru ekki sama mengið og því er QR.

Með öðrum orðum getum við sagt að NZQR.

Dæmi:   Um öll ekki-tóm mengi A gildir að A því þá er til stak í A sem er ekki í . Hins vegar er A ekki eiginlegt hlutmengi í A.

Myndun nýrra hlutmengja

Fyrir sérhvert mengi A og opna yrðingu p(x) gildir að lausnamengi p(x) í A er hlutmengi í A, þ.e. {xAp(x)}A. Þannig má mynda ný hlutmengi í A á ótal vegu með notkun opinna yrðinga.

Dæmi:   Nota má opnu yrðingarnar p(x): „x er slétt tala“, q(x): „x216“ og r(x): „x4=81“ til að smíða ný hlutmengi í Z. Þau eru:

  • {xZxer slétt tala}={,4,2,0,2,4,}.
  • {xZx216}={4,3,2,1,0,1,2,3,4}.
  • {xZx4=81}={3,3}.