Nota má rauntöluaðgerðirnar fjórar til að smíða ný föll út frá gefnum föllum.
Samlagning (falla)
Samlagning falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum f:X→R og g:X→R fallinu (f+g):X→R með forskriftina (f+g)(x)=f(x)+g(x).
Fallið (f+g) kallast summa fallanna f og g.
Dæmi:
- Látum f,g:R→R vera föll með forskriftirnar f(x)=4x+3 og g(x)=x2+1. Þá er summa fallanna f og g fallið (f+g):R→R sem hefur forskriftina
(f+g)(x)=f(x)+g(x)=(4x+3)+(x2+1)=x2+4x+4.
Frádráttur (falla)
Frádráttur falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum f:X→R og g:X→R fallinu (f−g):X→R með forskriftina (f−g)(x)=f(x)−g(x).
Fallið (f−g) kallast mismunur fallanna f og g.
Dæmi:
- Látum f,g:R→R vera föll með forskriftirnar f(x)=4x+3 og g(x)=x2+1. Þá er mismunur fallanna f og g fallið (f−g):R→R sem hefur forskriftina
(f−g)(x)=f(x)−g(x)=(4x+3)−(x2+1)=−x2+4x+2.
Margföldun (falla)
Margföldun falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum f:X→R og g:X→R fallinu (f⋅g):X→R með forskriftina (f⋅g)(x)=f(x)⋅g(x).
Fallið (f⋅g) kallast margfeldi fallanna f og g.
Dæmi:
- Látum f,g:R→R vera föll með forskriftirnar f(x)=4x+3 og g(x)=x2+1. Þá er margfeldi fallanna f og g fallið (f⋅g):R→R sem hefur forskriftina
(f⋅g)(x)=f(x)⋅g(x)=(4x+3)⋅(x2+1)=4x3+4x+3x2+3=4x3+3x2+4x+3.
Deiling (falla)
Deiling falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum f:X→R og g:X→R, þar sem g(x)≠0 fyrir öll x úr X, fallinu (f/g):X→R með forskriftina (fg)(x)=f(x)g(x).
Fallið (f/g) kallast kvóti fallanna f og g.
Dæmi:
- Látum f,g:R→R vera föll með forskriftirnar f(x)=4x+3 og g(x)=x2+1. Nú er g(x)=x2+1>0 fyrir öll x∈R, svo kvóti fallanna f og g er fallið (f/g):R→R með forskriftina
(fg)(x)=f(x)g(x)=4x+3x2+1.