Uppsetning á vafra
Það þarf ekki að setja upp neinn hugbúnað til að skoða hugtakasafnið.
Þó er hægt að gera tvennt til að bæta útlitið á safninu:
Vera með nýustu útgáfu af nútímalegum vafra á borð við Chrome, Firefox, Internet Explorer, Opera eða Safari.
Setja upp STIX leturgerðina fyrir stærðfræði. Hún inniheldur fjölmörg stærðfræðitákn og með þeim mun stærðfræðin á vefnum líta betur út.
Að setja upp STIX leturgerðna fyrir stærðfræði
Linux notendur
Þægilegast er að leita að pakka með STIX leturgerðunum. Á Debian kerfum eins og Ubuntu heitir hann otf-sitx
og á Redhat kerfum stix-fonts
.
Einnig má setja leturgerðirnar handvirkt upp. Þá þarf fyrst að sækja leturgerðirnar. Næst er skráin afþjöppuð og þá fást nokkrar möppur, ein þeirra heitir fonts
. Loks þarf að afrita skrárnar úr fonts
möppunni á viðeigandi stað:
Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir einn notanda afrita skrárnar úr
fonts
möppunni í~/.fonts/
möppuna.Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir alla notendur á vélinni geta t.d. afritað skrárnar úr
fonts
möppunni í möppu sem heitir/usr/share/fonts/opentype/stix
.
Mac OS X notendur
Fyrst þarf að sækja leturgerðirnar. Næst er skráin afþjöppuð og þá fást nokkrar möppur, ein þeirra heitir fonts
. Loks þarf að afrita skrárnar úr fonts
möppunni á viðeigandi stað:
Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir einn notanda afrita skrárnar úr
fonts
möppunni í~/Library/Fonts
möppuna.Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir alla notendur á vélinni geta t.d. afritað skrárnar úr
fonts
möppunni í möppu sem heitir/usr/share/fonts/opentype/stix
. ATH!
Windows notendur
Til að setja leturgerðirnar upp má taka eftirfarandi skref:
Afþjappa skrána sem fékst í 1. skrefi, þá fást nokkrar möppur og ein þeirra heitir
fonts
.Opna möppuna
C:\Windows\Fonts
.Velja
File -> Install new font
í valmyndinni.Velja skrárnar úr
fonts
möppunni sem fékkst í 2. skrefi.
Hreyfimyndir
[Til bráðabirgða:]
Flestar hreyfimyndir í safninu eru Java applet. Til að geta skoðað þær þarf að setja upp viðbót við alla vafra. Það ætti þó að gerast nokkuð sjálfkrafa í flestum tilfellum. Yfirleitt kvartar vafrinn yfir því að á síðunni sé efni sem hann getur ekki lesið og gefur í framhaldinu leiðbeiningar um hvernig bæta megi úr því.
- Java fyrir helstu stýrikerfi.