Látum X vera mengi og ⊙ vera tvístæða reikniaðgerð á X. Sagt er að reikniaðgerðin ⊙ sé tengin eða fullnægi tengireglunni ef fyrir sérhver stök x,y,z∈X gildir að (x⊙y)⊙z=x⊙(y⊙z).
Dæmi: Samlagning og margföldun í mengi rauntalna eru báðar tengnar því fyrir öll x,y∈X gildir að (x+y)+z=x+(y+z)og(x⋅y)⋅z=x⋅(y⋅z).
Dæmi: Frádráttur í mengi rauntalna er ekki tenginn því t.d. er (1−2)−3=−1−3=−4en1−(2−3)=1−(−1)=1+1=2. Sömuleiðis er deiling ekki tengin því t.d. er (1/2)/3=1/2⋅1/3=1/6en1/(2/3)=3/2.
Dæmi: Sammengi og sniðmengi eru tengin því fyrir öll mengi A, B og C gildir að (A∪B)∪C=A∪(B∪C)og(A∩B)∩C=A∩(B∩C).
Dæmi: Samskeyting er tengin því ef f:X→Y, g:Y→Z og h:Z→W eru varpanir gildir að h∘(g∘f)=(h∘g)∘f.