- Hornréttar línur
Þverstæðar (línur)
Tvær línur eru þverstæðar ef þær skerast og öll hornin sem þær mynda við skurðpunktinn eru jafn stór. Ef $l$ og $m$ eru þverstæðar línur, þá er það táknað $l\perp m$. Ef $l$ og $m$ eru þverstæðar línur, þá er einnig sagt að $l$ sé hornrétt á $m$ og að $l$ sé þverill á $m$.
Þegar tvær þverstæðar línur eru sýndar á mynd, þá er lítill ferningur settur við skurðpunktinn til þess að gefa til kynna að línurnar séu þverstæðar.
Þverstæð strik og hálflínur
Ef lína, hálflína eða strik sker hálflínu eða strik þannig að línurnar sem strikin eða hálflínurnar liggja á eru þverstæðar í skurðpunktinum, þá er sagt að viðkomandi hlutir séu þverstæðir. Einng er sagt að annar þeirra sé hornréttur á hinn. Lína sem er hornrétt á strik eða hálflínu er einnig kölluð þverill.
Dæmi: Í rétthyrningi eru aðlægar hliðar hvers hornpunkts þverstæðar.