Látum f:R→R vera fall. Sagt er að f sé lotubundið ef til er rauntala p>0 þannig að fyrir öll x∈R gildi: f(x+p)=f(x). Talan p kallast þá lota fallsins. Skilyrðið að ofan er jafngilt því að fyrir allar heilar tölur m og öll x∈R gildi: f(x+mp)=f(x). Nóg er að þekkja forskrift lotubundins falls á hálfopnu bili af lengd p, þ.e. bili af gerðinni [x,x+p[ eða ]x,x+p] fyrir eitthvert x∈R, til að geta sagt til um forskrift fallsins á öllu R.