Loading [MathJax]/jax/output/HTML-CSS/jax.js
Skip to Content

Mengjamunur

Mengjamunur tveggja mengja A og B er mengi þeirra staka sem eru í A en ekki í B. Þetta mengi er táknað með AB (lesið: A án B) og það má rita á forminu AB={xAxB}. Óformlega má segja að mengjamunurinn AB sé sá hluti mengisins A sem er utan mengisins B og á Venn-myndinni hér að neðan er hann litaður rauður.

Fyrir öll mengi A og B má rita mengjamuninn AB sem sniðmengi A og fyllimengis B, þ.e. AB=ABc. Jafnframt gildir fyrir öll mengi AA=A og AA=.

Dæmi:   Ef A={1,3,5,7} og B={2,3,5,6}, þá er AB={1,7}.

Dæmi:   Ef A={,3,2,1,0} og B={0,1,2,3,}, þá er AB={,3,2,1}.