Skip to Content

Hringskífa

Hringur í tiltekinni sléttu með miðju $M$ og geisla $r$ afmarkar hringskífu. Hún samanstendur af þeim punktum sléttunnar sem liggja annaðhvort á hringnum eða innaní honum.

Punktur $P$ liggur á hringskífu með miðju $M$ og geisla $r$ þegar $|MP|\leq r$.

Dæmi:   Þegar við sjáum sólina eða fullt tungl frá jörðinni, þá getum við lýst þeim sem hringskífum á himninum. Í sólmyrkva þá fer tunglið fyrir sólina. Við getum gert líkan af slíkum sólmyrkva með tveimur hringskífum. Önnur hringskífan lýsir þá tunglinu (sú dökka) en hin lýsir sólinni (sú gula). Í sólmyrkva færist dökka hringskífan (tunglið) yfir gulu hringskífuna (sólina). Við sjáum þá sólina sem hluta af gulu hringskífunni sem ekki liggur á dökku hringskífunni.