- Tölugildisfallið
Algildisfallið
Fallið f:R→R; f(x)=|x|, sem úthlutar sérhverri rauntölu algildi sínu, kallast algildisfallið og myndin að neðan sýnir graf þess. Eins og grafið endurspeglar er f stranglega minnkandi fyrir x≤0 og stranglega vaxandi fyrir x≥0. Fyrir sérhvert x∈R gildir jafnframt að f(−x)=|−x|=|x|=f(x), sem sýnir í fyrsta lagi að algildisfallið sé jafnstætt og í öðru lagi að það sé ekki eintækt og þar með ekki gagntækt.