Um þríhyrning $\Delta ABC$ gildir sínusreglan $$ \frac{\sin(A)}{a}=\frac{\sin(B)}{b}= \frac{\sin(C)}{c}. $$ Með öðrum orðum er hlutfallið milli sínusar af horni þríhyrnings og mótlægrar hliðar hornsins það sama fyrir öll hornin. Þetta hlutfall er einnig jafnt $\frac{1}{2 R}$ þar sem $R$ er geisli umritaðs hrings þríhyrningsins.