Skip to Content

Tvær línur í sömu sléttu sem hafa engan sameiginlegan punkt eru sagðar vera samsíða. Jafnframt er sérhver lína sögð samsíða sjálfri sér. Ef $l$ og $m$ eru samsíða línur, þá er það táknað $l\parallel m$.

Þverstæðar (línur)

Tvær línur eru þverstæðar ef þær skerast og öll hornin sem þær mynda við skurðpunktinn eru jafn stór. Ef $l$ og $m$ eru þverstæðar línur, þá er það táknað $l\perp m$. Ef $l$ og $m$ eru þverstæðar línur, þá er einnig sagt að $l$ sé hornrétt á $m$ og að $l$ sé þverill á $m$.

Kassi hefur 8 hornpunkta, 12 brúnir og 6 hliðar.

  • Hver brún er strik með endapunkta í hornpunktum kassans. Í hverjum hornpunkti koma 3 brúnir saman og eru þverstæðar hver á aðra.

  • Hver hlið er rétthyrningur með hliðar sem eru brúnir í kassanum og hornpunkta sem eru hornpunktar í kassanum.

Ef rétthyrningi er snúið heilan hring um eina af hliðum sínum þá fæst sívalningur. Hliðin sem rétthyrningnum var snúið um kallast þá hæð sívalningsins og lengd hliðanna sem eru þverstæðar á hana kallast geisli sívalningsins. Sveigði flöturinn sem myndast við að rétthyrningnum er snúið kallast möttull sívalningsins. Hæð sívalnings er oft táknuð með bókstafnum $h$ og geisli hans með bókstafnum $r$.

Látum $M$ vera punkt í tilteknu rúmi. Kúluhvel með miðju $M$ og geisla $r$ samanstendur af öllum punktum rúmsins sem hafa fjarlægð $r$ frá $M$. Punktur $P$ er innaní kúluhvelinu ef $|MP|<r$ en utanvið það annars.

Allir punktar sem eru annaðhvort á kúluhvelinu eða innaní því mynda kúlu með miðju $M$ og geisla $r$.

Syndicate content