Skip to Content

Horn kallast rétt horn ef armar þess eru þverstæðir. Öll rétt horn eru jafn stór og gráðumál þeirra er $90^\circ$. Rétt horn er yfirleitt auðkennt á mynd með því að setja ferning við oddpunkt þess.

Dæmi:   Á myndinni er $\angle AOB$ rétt horn. Þá er hálflínan $\left.OB\right>$ þverstæð á línuna $\left<AC\right>$. En þá er $\angle COB$ líka rétt horn.

Þegar tvö rétt horn liggja saman eins og á myndinni, þá mynda þeir armar þeirra sem ekki eru sameiginlegir beint horn. Þannig eru tvö rétt horn jafn stór og eitt beint horn.

Eiginlegum hornum sem ekki eru rétt horn má skipta í tvo flokka:

  • hvöss horn; það eru eiginleg horn sem eru minni en rétt horn,

  • gleið horn; það eru eiginleg horn sem eru stærri en rétt horn.

Dæmi:   Á myndinni er $\angle AOB$ hvasst en $\angle COB$ er gleitt.