Skip to Content

Tvær línur í sömu sléttu sem hafa engan sameiginlegan punkt eru sagðar vera samsíða. Jafnframt er sérhver lína sögð samsíða sjálfri sér. Ef $l$ og $m$ eru samsíða línur, þá er það táknað $l\parallel m$.

Dæmi:   Línurnar $l$ og $m$ á myndinni eru ekki samsíða því þær skerast í punktinum $A$. Línurnar $m$ og $n$ eru ekki heldur samsíða þó skurðpunktur þeirra sjáist ekki á myndinni. Ef við framlengjum línurnar til vinstri, þá munu þær fljótlega skerast.

Ef línurnar $l$ og $n$ eru samsíða, þá skerast þær ekki. Sama þótt við myndum framlengja þær meira og meira á mynd, þá mun aldrei koma í ljós skurðpunktur.

Samsíða strik og hálflínur

Hálflínur og strik í sömu sléttu eru sögð samsíða ef línurnar sem þau liggja á eru samsíða.

Dæmi:   Gagnstæðar hliðar í rétthyrningi eru samsíða.