Skip to Content

Ef þríhyrningur hefur hliðarlengdir $a, b$ og $c$ og $s=\frac{1}{2}(a+b+c)$ er hálft ummálið, þá segir regla Herons að flatarmál þríhyrningsins sé $$ F = \sqrt{s (s - a)(s - b)(s - c)}. $$

Dæmi:   Þríhyrningurinn hér að ofan hefur hliðarlengdir $a=13$, $b=16$ og $c=21$. Við reiknum út $s$ og fáum að $s=25$. Þá getum við reiknað flatarmálið: $$ F = \sqrt{25\cdot (25-13)\cdot (25-16) \cdot (25-21)}=30\cdot \sqrt{15}. $$