Skip to Content

Uppsetning á vafra

Það þarf ekki að setja upp neinn hugbúnað til að skoða hugtakasafnið.

Þó er hægt að gera tvennt til að bæta útlitið á safninu:

Að setja upp STIX leturgerðna fyrir stærðfræði

Linux notendur

Þægilegast er að leita að pakka með STIX leturgerðunum. Á Debian kerfum eins og Ubuntu heitir hann otf-sitx og á Redhat kerfum stix-fonts.

Einnig má setja leturgerðirnar handvirkt upp. Þá þarf fyrst að sækja leturgerðirnar. Næst er skráin afþjöppuð og þá fást nokkrar möppur, ein þeirra heitir fonts. Loks þarf að afrita skrárnar úr fonts möppunni á viðeigandi stað:

  • Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir einn notanda afrita skrárnar úr fonts möppunni í ~/.fonts/ möppuna.

  • Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir alla notendur á vélinni geta t.d. afritað skrárnar úr fonts möppunni í möppu sem heitir /usr/share/fonts/opentype/stix.

Mac OS X notendur

Fyrst þarf að sækja leturgerðirnar. Næst er skráin afþjöppuð og þá fást nokkrar möppur, ein þeirra heitir fonts. Loks þarf að afrita skrárnar úr fonts möppunni á viðeigandi stað:

  • Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir einn notanda afrita skrárnar úr fonts möppunni í ~/Library/Fonts möppuna.

  • Þeir sem vilja setja leturgerðirnar upp fyrir alla notendur á vélinni geta t.d. afritað skrárnar úr fonts möppunni í möppu sem heitir /usr/share/fonts/opentype/stix. ATH!

Windows notendur

Til að setja leturgerðirnar upp má taka eftirfarandi skref:

  1. Sækja leturgerðirnar.

  2. Afþjappa skrána sem fékst í 1. skrefi, þá fást nokkrar möppur og ein þeirra heitir fonts.

  3. Opna möppuna C:\Windows\Fonts.

  4. Velja File -> Install new font í valmyndinni.

  5. Velja skrárnar úr fonts möppunni sem fékkst í 2. skrefi.

Hreyfimyndir

[Til bráðabirgða:]

Flestar hreyfimyndir í safninu eru Java applet. Til að geta skoðað þær þarf að setja upp viðbót við alla vafra. Það ætti þó að gerast nokkuð sjálfkrafa í flestum tilfellum. Yfirleitt kvartar vafrinn yfir því að á síðunni sé efni sem hann getur ekki lesið og gefur í framhaldinu leiðbeiningar um hvernig bæta megi úr því.

  • Java fyrir helstu stýrikerfi.