Skip to Content

Stærðfræði í hugtakasafninu

Stærðfræði er skrifuð í hugtakasafninu með hefðbundnu LaTeX formi. Hægt er að nota flestar skipanir í AMSMath og AMSSymbol pökkunum. Hér á eftir er að finna leiðbeiningar og dæmi um hvernig þetta er gert. Vakin er athygli á því að eingöngu er hægt að nota LaTeX skipanir sem lúta að stærðfræði. Skipanir eins og \emph{áhersla} hafa enga merkingu í hugtakasafninu.

Til að gefa LaTeX skipanirnar þurfa þær yfirleitt að vera innan dollara merkja, ef aðeins eitt dollaramerki er í kringum skipunina birtist hún inn í textanum, ef notað er tvöfalt dollaramerki sitthvoru megin birtist skipunin fyrir miðju línu neðar.

Dæmi:  

  • Hérna er aðeins eitt dollaramerki sitt hvoru megin við jöfnuna $y=x^2+3$, þá lítur hún svona út: $y=x^2+3$
  • Hérna eru tvö dollara merki í kringum jöfnuna $$y=x^2+3$$, þá lítur hún svona út: $$y=x^2+3$$ Hægt er að nota $\backslash [$ „skipun kemur hér“ $\backslash]$ í stað tvöfaldra dollaramerkja. Þá lítur jafnan hér fyrir ofan svona út í kóðanum: \[y=x^2+3\]

Til þessa að gera „minna en“ og „stærra en“ merki er hægt að nota skipanirnar \lt og \gt. Til eru ýmsar aðrar leiðir til að setja upp jöfnur, t.d. er hægt að nota umhverfið \begin{align} jafna kemur hér \end{align}.

Dæmi:   Eftirfarandi eru jöfnur gerðar með align umhverfinu og fyrir neðan er eins og hún kemur í \LaTeX. Athhugið að \& merkið er notað til að jafna milli lína og $\backslash$$\backslash$ er notað til að fara í nýja línu. Athugið að ekki eru dollaramerki í kringum það sem er innan align.

LaTeX kóði Útkoma

    \begin{align} 
             y=x+2 & y=3x + 4\\
             3y=4x + 2 & y=5x-2  
    \end{align}

$$ \begin{align} y=x+2,\quad & y=3x + 4 \\ 3y=4x + 2,\quad & y=5x-2 \end{align} $$

Umhverfi

Í MathJaX þarf oftast ekki að gera umhverfi innan dollaramerkja, þó þarf að setja dollaramerki utan um fylki og cases. Til eru nokkur umhverfi sem virka í MathJaX sem aðallega eru notuð til að setja inn fylki eða línu og dálkajafnaðar jöfur. Til þess að nota umhverfi er skrifað: \ begin{umhverfi} Jafna kemur hér \ end{umhverfi}. Eftirfarandi er dæmi um notkun pmatrix og cases umhverfanna.

Dæmi:  

  • LaTeX kóði Útkoma
    
       $$
          A=\begin{pmatrix} 
                  1 & 2\\
                  3 & 4
            \end{pmatrix}
       $$
    
    
    $$ A=\begin{pmatrix} 1 & 2\\ 3 & 4\end{pmatrix} $$
    Táknið & er notað til að gera bil á milli stafanna, og dálkajafna þá á milli lína. \\ er notað til byrja á nýrri línu.
  • LaTeX kóði Útkoma
    
       $$
          y=\begin{cases} 
                 x^2 +3 &\text{ef   } x\gt 0\\
                 x &\text{ef   } x\leq 0 
            \end{cases}
       $$
    
    
    $$ y=\begin{cases} x^2 +3 &\text{ef }\quad x\gt 0\\ x &\text{ef }\quad x\leq 0 \end{cases} $$

Grískir stafir

Grískir stafir eru mikið notaðir í stærðfræði. Til þess að skrifa gríska stafi er t.d. skrifað \delta til að gera $\delta$. Ef skrifa á stóran grískan staf er fyrsti stafurinn í skipuninni látinn vera stór, þá verður \Delta að $\Delta$.

Ýmis stærðfræðitákn

Hæg er að sjá lista yfir allar skipanir sem virka í MathJaX hér.