Ellefu jafnmunarunur eru myndaðar með mun 13 og byrjunartölu 1991, 1992,
1993, …, 2001. Runurnar eru endalausar. Fjöldi runanna sem innihalda
ferningstölu er
Myndin sýnir tvo ferninga, annan með hring innritaðan og hinn innritaðan í sama hring. Ef mismunurinn á flatarmálum ferninganna er 32, þá er geisli hringsins
Skál er fyllt með blöndu vatns og ediks í hlutföllum 2:1. Önnur skál,
sem tekur tvöfalt meira en sú fyrsta, er fyllt með blöndu vatns og ediks
í hlutföllum 3:1. Ef innihaldi skálanna tveggja er nú hellt í þriðja
ílátið, þá er hlutfallið á milli vatns og ediks
Maja sló grasflöt sem var rétthyrningur 20 m sinn
um
12 m að stærð. Hún byrjaði á því að slá ræmu umhverfis flötinn og hélt svo áfram
eins og sýnt er á myndinni. Ef sláttuvélin sló braut sem var 1 m á breidd,
hversu oft þurfti Maja að beygja um 90∘ til vinstri?
Ísmolabakki hefur tvö hólf P og Q. Hvort hólf hefur málin
4 cm ×4 cm ×3 cm, eins og sýnt er á myndinni. Hólf P er
fullt af vatni og hólf Q er hálffullt. Bakkanum er síðan hallað um
kantinn sem bent er á á myndinni þannig að botninn
myndi 45 gráðu horn við grunnflötinn. Hvað flæða margir rúmsentímetrar
úr bakkanum?
Skilgreinum fall f(x)=kx(1−x) þar sem k>0 er fasti. Ákvarðið
skilyrði á töluna k sem eru nægileg og nauðsynleg til þess, að til sé rauntala
c þannig að f(f(c))=c en f(c)≠c.