Skip to Content

Dæmi 4. Úrslitakeppni 1996-97

Látum $x$ vera rauntölu. Sannið að um einhverja af tölunum $x,2x,\ldots, 99x$ gildir að munurinn á henni og einhverri heilli tölu er minni en $\frac{1}{100}$.

Dæmi 18. Neðra stig 1996-97

Tölurnar frá $1$ upp í $999$, að báðum meðtöldum, eru skrifaðar á blað. Hver er summa allra tölustafanna?

Dæmi 3. Úrslitakeppni 1995-96

Gefnar eru $52$ heiltölur. Sýnið að meðal þeirra séu tvær tölur, þannig að $100$ gangi annað hvort upp í summu eða mismun þeirra.

Dæmi 16. Neðra stig 1995-96

Ef við skrifum heilu tölurnar frá $1$ upp að $999$ (báðar meðtaldar) niður á blað, hvað höfum við þá skrifað tölustafinn $0$ oft?

Dæmi 20. Neðra stig 1994-95

Hver er summa allra þriggja stafa talna sem innihalda bara tölustafina $1, 3, 5, 7, 9$.

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1993-94

Á hversu marga vegu er unnt að raða tölunum $1,2,\ldots,n$ í sæti þannig að eftirfarandi gildi fyrir sérhvert $i = 2,\ldots,n$: Talan í $i$-ta sæti er annaðhvort minni en allar tölurnar á undan eða stærri en allar tölurnar á undan.

Dæmi 6. Efra stig 1993-94

Látum $Q$ vera mengið $$ Q = \{p/q\;|\; p,q\in {\mathbb{N}},\; 1\le p\le 10\;\text{og}\;1\le q\le 10\}. $$ Hversu mörg stök eru í Q? (Hér táknar $\mathbb{N}$ mengi náttúrlegra talna.)

Dæmi 12. Neðra stig 1993-94

Hver er stuðullinn við $x^{50}$ þegar margfaldað er upp úr $$ (1+x+x^{2}+\cdots+x^{100})(1+x+x^{2}+\cdots+x^{25})? $$

Dæmi 13. Neðra stig 1993-94

Á hraðskákmóti eru $13$ keppendur og teflir hver þeirra fjórum sinnum við sérhvern hinna. Þá er fjöldi skáka sem er tefldur jafn

Dæmi 14. Neðra stig 1993-94

Reipi er skorið í tvennt á stað, sem er valinn af handahófi. Hver eru líkindi þess, að lengri búturinn sé að minnsta kosti tvöfalt lengri en sá styttri?

Syndicate content