Rúta keyrir eftir vegi á 72 km hraða á klukkustund. Fram úr henni fer trukkur sem keyrir á 90 km hraða á klukkustund. Jörmunrekur situr í rútunni og tekur eftir því að trukkurinn er nákvæmlega 2 sekúndur að fara fram hjá honum. Hve langur er trukkurinn?
Í þríhyrningnum ABC er hornið ∠C rétt, |AC|=6 og |BC|=8. Punktur D liggur á hliðinni AB og punktur E á hliðinni BC, þannig að ∠BED=90∘. Ef |DE|=4, þá er lengd striksins BD jöfn
Út úr búð kostar Töfrabumbustrekkjarinn9.995 kr. Í Sjónvarpssjoppunni er hægt að kaupa þetta undratæki með þremur afborgunum, hverri að upphæð 2.995 kr., en jafnframt þarf að greiða 995 kr. í sendingarkostnað. Hve mikið sparast með því að kaupa tækið hjá Sjónvarpssjoppunni frekar en út úr búð?