Skip to Content

Dæmi 1. Úrslitakeppni 1991-92

Látum P(x) vera margliðu af stigi n1 þannig að P(k)=1k fyrir k=1, 2, , n. Finnið P(n+1).

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1991-92

Sýnið að fyrir sérhverjar rauntölur a,b,c,d>0 gildir abcd(a3+b3+c3+d3)a+b+c+d

Dæmi 3. Úrslitakeppni 1991-92

Látum ABCDEF og FGHIJK vera misstóra reglulega sexhyrninga með nákvæmlega einn sameiginlegan punkt F þannig að punktarnir C, F og I liggja á beinni línu (sjá mynd). Látum hringinn gegnum punktana A, F og K skera línuna CI í punkti L þannig að LF. Sýnið að:

(a) ALK er jafnhliða þríhyrningur.

(b) L er miðpunktur striksins CI.

Dæmi 4. Úrslitakeppni 1991-92

Finnið öll föll f(x), þannig að x2f(x)+f(1x)=2xx4

fyrir allar rauntölur x.

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1991-92

Í skóla nokkrum eru 1000 nemendur. Í skólanum er kenndur fjöldi tungumála. Hver nemandi lærir í mesta lagi 5 tungumál. Svo vill til, að í sérhverjum hópi þriggja nemenda er hægt að finna tvo sem læra sama tungumálið. Sýnið að hægt sé að finna að minnsta kosti 100 nemendur sem læra allir sama tungumálið.

Syndicate content