Látum ABCDEF og FGHIJK vera misstóra reglulega sexhyrninga með
nákvæmlega einn sameiginlegan punkt F þannig að punktarnir C, F
og I liggja á beinni línu (sjá mynd). Látum hringinn gegnum punktana
A, F og K skera línuna CI í punkti L þannig að L≠F.
Sýnið að:
Í skóla nokkrum eru 1000 nemendur. Í skólanum er kenndur fjöldi tungumála.
Hver nemandi lærir í mesta lagi 5
tungumál. Svo vill til, að í sérhverjum hópi þriggja nemenda
er hægt að finna tvo sem læra sama tungumálið.
Sýnið að hægt sé að finna að minnsta kosti 100 nemendur sem læra allir sama tungumálið.