Látum P(x) vera margliðu af stigi n−1 þannig að P(k)=1k fyrir k=1, 2, …, n. Finnið P(n+1).
Setjum Q(x)=xP(x)−1. Þá gildir fyrir k=1,…,n að Q(k)=kP(k)−1=k⋅1k−1=0. Margliðan Q er af n-ta stigi svo að Q(x)=a(x−1)⋯(x−n). Finna má gildið á a með því að skoða gildi Q í 0. Nú er Q(0)=0⋅P(0)−1=−1 en einnig er Q(0)=a(0−1)⋯(0−n)=(−1)n⋅a⋅n! svo að a=(−1)n+1/n!. Þá fæst að Q(n+1)=a((n+1)−1)⋯((n+1)−n)=a⋅n!=(−1)n+1. Því er (n+1)P(n+1)−1=(−1)n+1 og P(n+1)=1+(−1)n+1n+1. Ef n er oddatala, þá er P(n+1)=2n+1, en ef n er slétt tala, þá er P(n+1)=0.