Jörmunrekur hefur keyrt 80.000 km án þess að kaupa ný dekk. Hve marga kílómetra hefur hvert dekkjanna fimm verið notað ef varadekkið hefur verið notað til jafns við hin dekkin?
Ef öll fimm dekkin hafa verið notuð jafn mikið, þá hefur hvert þeirra verið varadekk fimmta hlutann af heildar vegalengdinni eða 80.000/5=16.000 km. Hvert þeirra hefur þá verið undir bílnum 80.000−16.000=64.000 km.