Á myndinni eru A, B og C snerti-punktar. Punkturinn C er á helmingalínu hornsins ∠ADB og línurnar gegnum C og D eru samsíða. Hver er lengdin x?
Látum O vera miðpunkt hringsins. Þegar við framlengjum strikin DA og DB skera þau línuna gegnum C í P og Q. Nú er O á helmingalínu hornsins ∠ADB því O er í sömu fjarlægð frá örmum þess. Punktarnir D, O og C eru því allir á sömu línunni. Þar sem C er snertipunktur línunnar gegnum P og Q við hringinn, þá er OC hornrétt á PQ og því CD hæðin á PQ sem hefur lengdina x+4. Höfum nú að þríhyrningarnir DCP og DCQ eru einslaga og því þríhyrningurinn PQD jafnhliða. Þríhyrningarnir OPQ, ODP og ODQ hafa allir flatarmálið 12⋅|PQ|⋅|OC|=12⋅2y⋅32=3y2