Flatarmál hrings með geisla $r$ er gefið með jöfnunni
\[F=\pi r^2\]
og ummál hrings með geisla $r$ er gefið með jöfnunni
\[U=2\pi r.\]
Hér er $\pi$ talan pí.
Til að leiða út jöfnurnar fyrir flatarmáli og ummáli hrings, þá má búta hringinn niður og raða bútunum á nýjan leik eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan. Eftir því sem bútarnir eru fleiri líkist flatarmyndin sem fæst æ meir rétthyrningi sem er samsettur af fjölmörgum hringgeirum sem líkjast jafnarma þríhyrningum.