Skip to Content

Tölustafirnir eru notaðir til að lýsa fjölda hluta, þ.e. hversu margir þeir eru.

Til að útskýra hvernig tölustafirnir eru búnir til skulum við ímynda okkur að við sitjum við tómt borð og að undir borðinu sé karfa full af eplum. Síðan gerum við það aftur og aftur að taka eitt epli úr körfunni og setja það á borðið.

Þverstæðar (línur)

Tvær línur eru þverstæðar ef þær skerast og öll hornin sem þær mynda við skurðpunktinn eru jafn stór. Ef $l$ og $m$ eru þverstæðar línur, þá er það táknað $l\perp m$. Ef $l$ og $m$ eru þverstæðar línur, þá er einnig sagt að $l$ sé hornrétt á $m$ og að $l$ sé þverill á $m$.

Látum $A$ og $B$ vera tvo ólíka punkta sem liggja á tilteknum hring með miðju $M$. Þeir skipta hringnum í tvo hringboga með endapunkta $A$ og $B$. Tveir punktar á hringnum tilheyra sama hringboganum ef þeir eru sömum megin við línuna $\left<AM\right>$ og einnig sömum megin við línuna $\left<BM\right>$.

Flatarmál er mælikvarði á hversu stórt svæði í sléttu er. Hentug mælieining fyrir flatarmál er ferningur með hliðarlengdir sem eru 1 lengdareining. Slíkur ferningur kallast einingarferningur og hefur flatarmálið 1 fereining. Slík mælieining fyrir flatarmál hvílir vitanlega á vali á mælieiningu fyrir lengd.

Horn kallast rétt horn ef armar þess eru þverstæðir. Öll rétt horn eru jafn stór og gráðumál þeirra er $90^\circ$. Rétt horn er yfirleitt auðkennt á mynd með því að setja ferning við oddpunkt þess.

Flatarmál rétthyrnings er margfeldi hliðarlengda rétthyrningsins. Ef lengd hliðanna er mæld með tiltekinni lengdareiningu, þá er flatarmál rétthyrningsins mælt í fereiningum, þar sem ein fereining er ferningur með hliðar sem er 1 lengdareining.

Látum $M$ vera punkt í tiltekinni sléttu. Hringur með miðju $M$ samanstendur af öllum punktum sléttunnar sem hafa tiltekna fasta fjarlægð frá $M$. Sú fjarlægð kallast þá geisli hringsins. Geislinn er oft táknaður með bókstafnum $r$.

Tiltekið strik $OE$ má nota sem einingu til að mæla önnur strik.

Tvær línur í sömu sléttu sem hafa engan sameiginlegan punkt eru sagðar vera samsíða. Jafnframt er sérhver lína sögð samsíða sjálfri sér. Ef $l$ og $m$ eru samsíða línur, þá er það táknað $l\parallel m$.

Látum $A$ og $B$ vera tvo ólíka punkta. Þá er til nákvæmlega ein lína í gegnum punktana. Strikið $A B$ samanstendur af þeim punktum á þessari línu, sem liggja á milli $A$ og $B$. Þar að auki teljast punktarnir $A$ og $B$ til striksins $AB$ og kallast þeir endapunktar striksins.

Syndicate content