Skip to Content

Frádráttur falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum $f: X \to \mathbb{R}$ og $g: X \to \mathbb{R}$ fallinu $(f-g): X \to \mathbb{R}$ með forskriftina \[ (f-g)(x) = f(x) - g(x). \] Fallið $(f-g)$ kallast mismunur fallanna $f$ og $g$.

  • Látum $f, g: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$ vera föll með forskriftirnar $f(x) = 4x+3$ og $g(x) = x^2+1$.

Deiling falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum $f: X \to \mathbb{R}$ og $g: X \to \mathbb{R}$, þar sem $g(x) \neq 0$ fyrir öll $x$ úr $X$, fallinu $(f / g): X \to \mathbb{R}$ með forskriftina \[ \left(\frac{f}g\right)(x) = \frac{f(x)}{g(x)}. \] Fallið $(f / g)$ kallast kvóti fallanna $f$ og $g$.

  • Látum $f, g: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$ vera föll með forskriftirnar $f(x) = 4x+3$ og $g(x) = x^2+1$.

Margföldun falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum $f: X \to \mathbb{R}$ og $g: X \to \mathbb{R}$ fallinu $(f \cdot g): X \to \mathbb{R}$ með forskriftina \[ (f \cdot g)(x) = f(x) \cdot g(x). \] Fallið $(f \cdot g)$ kallast margfeldi fallanna $f$ og $g$.

  • Látum $f, g: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$ vera föll með forskriftirnar $f(x) = 4x+3$ og $g(x) = x^2+1$.

Föll sem varpa sérhverju staki $x$ í $n$-tu rót þess $\sqrt[n]{x}$, þar sem $n \geq 2$ er náttúruleg tala, kallast rótarföll.

Gröf falla koma talsvert við sögu í stærðfræðigreiningu og hentugt getur verið að þekkja hvernig gröf algengustu fallanna líta út.

Föll sem varpa sérhverju staki $x$ í $n$-ta veldi þess $x^n$, þar sem $n \geq 2$ er náttúruleg tala, kallast veldisföll.

Jafnstætt (fall)

Látum $f: X \to Y$ vera fall þar sem $X$ og $Y$ eru hlutmengi í mengi rauntalna. Sagt er að $f$ sé jafnstætt ef fyrir öll $x \in X$ gildir að \[ f(-x) = f(x). \] Graf jafnstæðs falls fellur í sjálft sig við speglun um $y$-ásinn.

Graf (falls)

Graf falls $f: X \to Y$, þar sem $X$ og $Y$ eru hlutmengi í mengi rauntalna, má teikna í tvívítt hnitakerfi með því að merkja inn alla punkta sem hafa hnit $(x,f(x))$. Þá er venja að merkja grafið með jöfnunni $y = f(x)$, því hún lýsir hvernig $y$-hnit punktanna á grafinu fást út frá $x$-hnitum þeirra.

Skoðum fallið $f: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$; $f(x) = x^2$.

Látum $f: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$ vera fall. Sagt er að $f$ sé lotubundið ef til er rauntala $p \gt 0$ þannig að fyrir öll $x \in \mathbb{R}$ gildi: \[ f(x + p) = f(x). \] Talan $p$ kallast þá lota fallsins. Skilyrðið að ofan er jafngilt því að fyrir allar heilar tölur $m$ og öll $x \in \mathbb{R}$ gildi: \[ f(x + m p) = f(x). \] Nóg er að þekkja forskrift lotubundins falls á hálfopnu bili af lengd $p$, þ.e.

Látum $f: X \to Y$ vera fall þar sem $X$ og $Y$ eru hlutmengi í mengi rauntalna. Sagt er að $f$ sé minnkandi ef það umhverfir röðun stakanna í $X$, þ.e. ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt á menginu $X$: \[ Ef\; x_1 \leq x_2, \text{þá er}\; f(x_1) \geq f(x_2). \] Með öðrum orðum er $f$ minnkandi ef fallgildið $f(x)$ helst jafnt eða minnkar eftir því sem $x$ stækkar.

Syndicate content