Skip to Content

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1995-96

(a) Sýnið fram á að öll margfeldi af tölunni $99$, frá og með $1\cdot 99$ til og með $100\cdot 99$, hafi þversummuna $18$.

(b) Sýnið fram á að öll heil margfeldi af tölunni $10^n-1$, frá og með $1\cdot(10^n-1)$ til og með $10^n\cdot (10^n-1)$, hafi þversummuna $n\cdot 9$.

Dæmi 6. Úrslitakeppni 1995-96

Í ferningslaga bókaskáp eru tvær jafn þykkar og jafn háar bækur skorðaðar eins og myndin sýnir. Ef hæð skápsins er $1$ lengdareining, hver er þá þykkt bókanna?

Dæmi 3. Úrslitakeppni 1994-95

Látum $m$ og $n$ vera náttúrlegar tölur og gerum ráð fyrir að talan $24$ gangi upp í $m n+1$. Sýnið að $24$ gengur upp í $m+n$.

Dæmi 4. Úrslitakeppni 1994-95

Sýnið að jöfnurnar $x=a+\sqrt{{a+\sqrt x}}$ og $x=a+\sqrt x$ eru jafngildar og finnið allar lausnir á þeim.

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1994-95

Gefinn er jafnhliða þríhyrningur $A B C$ og innan í honum er punkturinn $F$ þannig að flatarmál þríhyrningsins $A F C$ er jafnt flatar-máli ferhyrningsins $D B E F$. Ákvarðið hornið $\angle E F C$.

[Athugið að tveir þríhyrningar eru eins ef þeir hafa sama flatarmál, eina jafn langa hlið og eitt horn jafn stórt.]Dæmi 6. Úrslitakeppni 1994-95

Er hægt að koma ferningi með hliðarlengd $21$ inn í tening með brúnalengd $20$?

Dæmi 1. Úrslitakeppni 1994-95

Fimm konur Bryndís, Eydís, Freydís, Hafdís og Vigdís hafa sett upp hatta, sem eru annað hvort hvítir eða svartir að lit. Engin kvennanna veit hvernig litan hatt hún sjálf er með á höfðinu. Nú er vitað að kona með svartan hatt segir ávallt satt en kona með hvítan hatt lýgur alltaf.

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1994-95

Látum $a_1,\dots,a_n$ vera ólíkar oddatölur, þannig að engin frumtala stærri en 5 gangi upp í neinni þeirra. Sýnið að $$ \frac 1{a_1}+\cdots +\frac 1{a_n} \lt 2. $$

Dæmi 1. Úrslitakeppni 1993-94

Fimmburarnir Ari, Bryndís, Davíð, Elín og Guðjón fæddust á klukkutíma fresti. Hver þeirra um sig veit hvar í röðinni hann fæddist. Guðjón veit líka að Elín fæddist tveimur tímum á undan Bryndísi. Guðjón segir: „Ef ég gef mér þá forsendu, sem mér finnst mjög trúleg, að Ari sé ekki elstur, þá veit ég í hvaða röð við fæddumst.Þessi ,,trúlega forsenda, sem Guðjón gaf sér, er reyndar alveg hárrétt. Í hvaða röð fæddust fimmburarnir?

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1993-94

Sýnið að brotið $$ \frac{n^2+n-1}{n^2+2n} $$ sé fullstytt fyrir allar náttúrlegar tölur $n\gt 0$.

Syndicate content