Náttúrulegu tölurnar ásamt tilsvarandi neikvæðum tölum kallast einu nafni heilar tölur. Mengi heilla talna er táknað með $\mathbb{Z}$ og það má rita á forminu
\[
\mathbb{Z} = \{\ldots,-3,-2,-1,0,1,2,3,\ldots\}.
\]
Mengi jákvæðra heilla talna er táknað með $\mathbb{Z}^+$ og mengi neikvæðra heilla talna er táknað með $\mathbb{Z}^-$.