Við þurfum oft að vinna með sléttumyndir. Þá viljum við gjarnan geta fært þær til, minnkað þær og stækkað. Slíkum aðgerðum er lýst með rúmfræðilegum færslum. Færsla á tiltekinni sléttu úthlutar sérhverjum punkti sléttunnar einhverjum punkti í sömu sléttu; með öðrum orðum, þá færir hún punkta sléttunnar til. Færslur uppfylla tvö skilyrði:
punktar í tiltekinni röð á sömu línu færast á punkta í sömu röð á einhverri línu,
strik sem eru jafn löng færast á strik sem eru líka jafn löng.
Færslur eru oft táknaðar með grískum lágstöfum á borð við ϕ, λ, ρ, σ og τ. Áhrif tiltekinnar færslu ϕ á punkt A eru táknuð með ϕ(A) (lesið: ϕ af A).