$ABCD$ er ferningur með hliðarlengd 12. Valdir eru punktar $E$, $F$ og $G$ á hliðunum $BC$, $CD$ og $DA$ (í þessari röð) þannig að $|BE|:|BC|=1:4$, $|DF|:|DC|=1:3$ og $|AG|:|AD|=1:2$. Hvert er flatarmál þríhyrningsins $GEF$?
Nú er $|BE|=3$, $|EC|=9$, $|CF|=8$, $|FD|=4$, $|DG|=6$ og $|AG|=6$. Flatarmál þríhyrningsins $EFG$ er jafnt flatarmáli ferningsins $ABCD$ að frádregnum flatarmálum ferhyrningsins $BEGA$ og þríhyrninganna $ECF$ og $FDG$. En flatarmál $ABCD$ er $12^2=144$, flatarmál $BEGA$ er summa flatarmáls rétthyrnings með hliðarlengdir 3 og 12 og þríhyrnings með hæð 12 á grunnlínu af lengd 3 svo flatarmál $BEGA$ er $3\cdot 12+\frac{1}{2}\cdot 3\cdot 12=36+18=54$. Flatarmál $ECF$ er $\frac{1}{2}\cdot 9\cdot 8=36$ og flatarmál $FDG$ er $\frac{1}{2}\cdot 6\cdot 4=12$. Flatarmál þríhyrningsin $EFG$ er því $144-54-36-12=42$.