Skip to Content

Stærðfræði á Íslandi

Tími: 
Laugardaginn, 12. október 2019 - 9:30
Staðsetning: 
Hótel Bifröst, Borgarfirði

Ágætu félagar.

Helgina 12.-13. október verður ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi haldin á vegum félagsins á Hótel Bifröst (http://www.hotelbifrost.is/)

Meðal fyrirlesara verða Anna Helga Jónsdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Bjarni Jens Kristinsson, Christian Bean, Eggert Karl Hafsteinsson, Einar Guðfinnsson, Émile Nadeau, Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Ragnar Sigurðsson og Sigurður Freyr Hafstein.

Innifalið í þáttökugjaldi er gisting, kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi, veislumatur á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudegi.

Þátttökugjald er 24.050 kr ef gist er í tveggja manna herbergi, en 26.800 kr ef gist er í eins manns herbergi.

Almenna reglan er að nemendur sem fá niðurgreiðslu frá sínum skóla séu í tveggja manna herbergjum.

Þeir sem vilja taka þátt í ráðstefnunni geta skráð sig hér.

Meðlimir eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst, svo að við getum örugglega pantað nógu mörg herbergi.

Með kveðju og von um góða þátttöku,
Stjórn Íslenska Stærðfræðafélagsins

ViðhengiStærð
RadstefnaISF_19.pdf132.13 KB