Nordic GeoGebra 2010
Dagana 12. – 14. ágúst 2010 fer fram ráðstefnan Nordic GeoGebra 2010 á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, http://vefsetur.hi.is/ngg2010 .
Ráðstefnan er skipulögð af aðilum frá öllum norðurlöndunum ásamt Eistlandi og Litháen. Þetta er fyrsta ráðstefnan af þremur sem haldin verður á vegum Nordic GeoGebra Network (NGGN) sem er nýstofnað netverk styrkt af Nordplus Horizontal áætluninni.
Þann 11. ágúst 2010 verður byrjendanámskeið í GeoGebra haldið á Menntavísindasviði. Námskeiðið er ókeypis fyrir þátttakendur í ráðstefnunni. Skráning á námskeiðið er nauðsynleg. Nánari upplýsingar er að finna á http://www.geogebra.is.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er notkun hugbúnaðarins GeoGebru við stærðfræðikennslu og kennarar á öllum skólastigum, ásamt þeim sem fást við rannsóknir á stærðfræðimenntun, hafa sent inn erindi og tillögur að vinnustofum. Dagskrá, ásamt útdráttum fyrirlestra og vinnustofa, er nú að finna á vefsíðunni.
Aðalfyrirlesarar eru:
Dr. Markus Hohenwarter, Austurríki, höfundur hugbúnaðarins
Dr. Thomas Lingefjärd, Svíþjóð, sem stundar rannsóknir í á notkun hugbúnaðarins í skólum.
Sigbjørn Hals, Noregi, framhaldsskólakennari og námsbókahöfundur.
Simon Hempel Jørgenseon, Danmörku, ráðgjafi stærðfræðikennara í grunnskólum.
Ráðstefnugjald er kr. 30 000 til 1. júlí. Innifalið er hádegismatur, kaffi, móttaka og hátíðarkvöldverður.