Skip to Content

Afmælisfyrirlestur

Í tilefni 75 ára afmælis félagsins þann 31. október næstkomandi boðum við til fundar! Einar H. Guðmundsson, professor emeritus við Háskóla Íslands heldur erindið ,,Kenning Björns Gunnlaugssonar um innsta eðli efnisins". Einar hefur skrifað margt um ævi Björns, verk hans og ekki síst brautryðjendastarf hans í kennslu í stærðfræði og raungreinum á Íslandi, en í ár eru liðin 200 ár síðan Björn hóf kennslu í stærðfræðilegum reikningslistum við Bessastaðarskóla, sjá https://uni.hi.is/einar/2021/12/06/timamot-i-throun-staerdfraedilegra-la.... Fleiri greinar og hlekki má auk þess finna á síðu Einars https://uni.hi.is/einar/2021/12/06/gagnlegar-heimildir-um-bjorn-gunnlaug...
Fundurinn fer fram í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík. Fyrir erindið, kl. 16.30 verður boðið upp á kaffi og köku í tilefni dagsins og fyrirlesturinn hefst kl 17.00.
Kær kveðja,
Stjórnin

Hvar: Háskólinn í Reykjavík, stofa V102.
ATH: Breytt tímasetning: 17.00 - 17.30, kaffi og kaka. 17.30 - 18.30, fyrirlestur.
Fyrirlesari: Einar H Guðmundsson, professor emeritus við Háskóla Íslands, 31. október 2022.
Titill: Kenning Björns Gunnlaugssonar um innsta eðli efnisins.