Skip to Content

Fundur með erindi

Tími: 
Miðvikudaginn, 20. október 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 254 í Menntaskólanum í Reykjavík

Það verður fundur með erindi hjá Íslenska stærðfræðafélaginu miðvikudaginn 20. október í stofu 253 í Menntaskólanum í Reykjavík (sjá nánar um staðsetningu að neðan). Allir eru velkomnir. Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Bjarni Vilhjálmur Halldórsson dósent við Háskólann í Reykjavík erindi sem hann nefnir: Ferðasaga frá ólympíuleikunum í stærðfræði í Kazakhstan.

Sagt verður frá ferð íslenska landsliðsins í stærðfræði á ólympíuleikana sem haldnir voru í Kazakhstan í sumar. Liðið samanstóð af Sólrúnu Höllu Einarsdóttur, Paul Frigge, Ragnheiði Guðbrandsdóttur, Áslaugu Haraldsdóttur, Helga Kristjánssyni og Helgu Kristínu Ólafsdóttur. Farið verður í lausnir á nokkrum skemmtilegum dæmum ásamt myndasýningu frá ferðinni.

Nánar um staðsetningu: Stofa 253 er í Casa nova sem er hús bakvið aðalbygginguna Skólahúsið. Bláa örin á myndinni sýnir innganginn í Casa nova.

Bjarni V. Halldórsson lauk Ph.D. prófi frá Carnegie Mellon-háskóla árið 2001 í reikniritum, fléttufræði og bestun, og starfar nú við kennslu og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík.

Við hvetjum stærðfræðikennara í framhaldskólum sem fá þessa póstsendingu að koma henni áfram á nemendur sem gætu haft áhuga á að koma á erindið.