Ferhyrningur ákvarðast af fjórum strikum í sömu sléttu þannig að hvor endapunktur hvers striks er einnig endapunktur nákvæmlega eins annars striks.
Strikin kallast þá hliðar ferhyrningsins og endapunktar strikanna kallast hornpunktar hans. Tvær hliðar með sameiginlegan hornpunkt ákvarða horn ferhyrningsins.