Þrír ólíkir punktar $A$, $B$ og $C$ ákvarða þríhyrning. Punktarnir $A,B,C$ kallast þá hornpunktar þríhyrningsins og strikin $AB$, $BC$ og $AC$ kallast hliðar hans. Þríhyrningurinn með hornpunkta $A$, $B$ og $C$ er yfirleitt táknaður með $ABC$. Það skiptir ekki máli í hvaða röð hornpunktarnir eru skrifaðir; þannig eru $ABC$ og $CAB$ t.d. sami þríhyrningurinn. Það er venja að tákna hornpunkta þríhyrnings með hástöfum.