Skip to Content

Dæmi 11. Efra stig 1994-95

Finnið allar náttúrulegar tölur $m$ og $n$ þannig að $m^2-n^2=72$.

Dæmi 13. Efra stig 1994-95

Ferningurinn $A B C D$ hefur hliðarlengd $8$. Hringur gegnum $B$ og $C$ snertir hliðina $A D$. Hver er geisli hringsins?





Dæmi 14. Efra stig 1994-95

Finnið margliðu $p(x)$ þannig að $p(1-x)+2p(x)=x$.

Dæmi 17. Neðra stig 1994-95

Látum $a,b,c,d$ tákna tölustafi. Finnið fjögurra stafa tölu $a b c d$ þannig að $$9\cdot a b c d=d c b a.$$

Dæmi 20. Neðra stig 1994-95

Hver er summa allra þriggja stafa talna sem innihalda bara tölustafina $1, 3, 5, 7, 9$.

Dæmi 15. Efra stig 1993-94

Finnið allar rauntölulausnir jöfnunnar $$ x^2+x = \frac{2}{x^2+x+1}. $$

Dæmi 11. Efra stig 1993-94

Á myndinni eru $A$, $B$ og $C$ snerti-punktar. Punkturinn $C$ er á helmingalínu hornsins $\angle A D B$ og línurnar gegnum $C$ og $D$ eru samsíða. Hver er lengdin $x$?





Dæmi 14. Efra stig 1993-94

Þrjú pör halda veislu. Þegar hver veislugestur kemur inn í veislusalinn heilsar hann (eða hún) öllum þeim, sem þegar eru komnir, nema maka sínum. Þegar allir eru komnir spyr einn úr hópnum alla hina hversu mörgum þau heilsuðu við komuna og fær $5$ mismunandi svör. Hve mörgum heilsaði fyrirspyrjandi þegar hann kom inn?

Dæmi 19. Neðra stig 1993-94

Hversu margar heilar tölur $n$, $1\le n\le500$, eru hvorki deilanlegar með $2$ né $3$?

Dæmi 20. Neðra stig 1993-94

Amma Önd var í sumar með ferningslaga kálgarð, sem er stærri en ferningslaga kálgarðurinn sem hún var með í fyrra. Af þessum sökum er uppskeran í ár $211$ kálhausum meiri en hún var þá. Hvað fékk Amma Önd marga kálhausa úr garðinum í haust?

Syndicate content