Skip to Content

Látum $n$ og $d$ vera heilar tölur þannig að $d \neq 0$.

Fyrir tvær heilar tölur $n$ og $m$ er náttúruleg tala $k$ sögð vera samfeldi talnanna $n$ og $m$ ef þær ganga báðar upp í $k$. Minnsta náttúrulega talan sem tvær heiltölur $n$ og $m$ ganga upp í er þá kölluð minnsta samfeldi talnanna $n$ og $m$ og er hún táknuð með $msf(n,m)$.

Til þess að finna minnsta samfeldi talna $n$ og $m$ er byrjað á að frumþátta þær.

Frumtala

Náttúruleg tala $p \gt 1$ kallast frumtala ef einu náttúrulegu tölurnar sem ganga upp í henni eru talan $1$ og talan $p$. Þetta er jafngilt því að segja að talan $p$ sé frumtala ef fyrir sérhverjar náttúrulegar tölur $a$ og $b$ þannig að $p$ gengur upp í $a \cdot b$ þá gengur $p$ líka upp í a.m.k. annari þeirra.

Ljóst er að fyrsta frumtalan er $2$ og almennt er hægt að ákvarða hvort gefin náttúruleg tala $n$ sé frumtala með því að prófa að deila öllum frumtölum frá $2$ til $\sqrt{n}$ upp í $n$.

Setning:   Til eru óendanlega margar frumtölur.

Við notum óbeina sönnun, þ.e. gerum ráð fyrir að aðeins séu til endanlega margar frumtölur og leiðum það til mótsagnar.

Gerum nú ráð fyrir að til séu endanlega margar frumtölur $p_{1}, \ldots, p_{n}$ og látum $p$ vera margfeldi þeirra allra að einum viðbættum, þ.e. $p = p_{1} \cdot p_{2} \cdot \ldots$ $\cdot p_{n-1} \cdot p_{n} + 1$.

Ef $n$ og $m$ eru tvær heilar tölur þá er náttúruleg tala $k$ sögð vera samdeilir $n$ og $m$ ef $k$ gengur upp í þeim báðum. Stærsta talan sem gengur upp í tveim tölum $n$ og $m$ er síðan sögð vera stærsti samdeilir talnanna og er hún táknuð með $ssd(n,m)$. Tvær tölur $n$ og $m$ eru sagðar vera ósamþátta ef $ssd(n,m) = 1$.

Til þess að finna stærsta samdeili talna $n$ og $m$ er byrjað á að frumþátta þær.

Undirstöðusetning reikningslistarinnar segir að sérhverja náttúrulega tölu $n$ megi skrifa á nákvæmlega einn hátt sem margfeldi af frumtölum. Nánar tiltekið gildir fyrir sérhverja náttúrulega tölu $n$ að til eru ótvírætt ákvarðaðar frumtölur $p_{1}, \ldots ,p_{k}$ og náttúrulegar tölur $a_{1}, \ldots ,a_{k}$ þannig að:

\[n = {p_{1}}^{a_{1}} \cdot {p_{2}}^{a_{2}} \cdot \ldots \cdot {p_{k-1}}^{a_{k-1}} \cdot {p_{k}}^{a_{k}} \quad \text{þar sem $p_{i} \lt p_{j}$ þegar $i \lt j$}.

Syndicate content