Setning:
Til eru óendanlega margar frumtölur.
Við notum óbeina sönnun, þ.e. gerum ráð fyrir að aðeins séu til endanlega margar frumtölur og leiðum það til mótsagnar.
Gerum nú ráð fyrir að til séu endanlega margar frumtölur $p_{1}, \ldots, p_{n}$ og látum $p$ vera margfeldi þeirra allra að einum viðbættum, þ.e. $p = p_{1} \cdot p_{2} \cdot \ldots$ $\cdot p_{n-1} \cdot p_{n} + 1$.