Skip to Content

Aðalfundur 2012

Tími: 
23. janúar 2012 - 17:00
Staðsetning: 
Stofa 11, Menntaskólanum við Hamrahlíð

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  2. Skýrsla stjórnar flutt.

  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

  4. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

  5. Kosning stjórnarmanna.

  6. Kosning skoðunarmanns reikninga.

  7. Ákvörðun árgjalds.

  8. Önnur mál.

Stærðfræði á Íslandi 2011

Tími: 
12. nóvember 2011 - 9:00
Staðsetning: 
Reykholti í Borgarfirði

Ráðstefna Íslenska stærðfræðafélagsins Stærðfræði á Íslandi 2011 verður í Reykholti í Borgarfirði helgina 12.-13. nóvember 2011.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Fundur í samstarfi við ICE-TCS

Tími: 
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V109

Ron Aharoni flytur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Íslenska stærðfræðafélagsins og ICE-TCS stofnunarinnar í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Titill: Matchings in hypergraphs - many problems and some results

Útdráttur: A graph is a collection of pairs; a hypergraph is a collection of finite sets of arbitrary size, called the "edges" of the hypergraph. A matching is a collection of disjoint edges.

Doktorsvörn í eðlisfræði: Þyngdarfræðileg heilmyndun í þéttefnisfræði

Tími: 
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning: 
Í stofu 132 í Öskju

Föstudaginn 2. september fer fram doktorsvörn við Raunvísindadeild Háskóla
Íslands. Þá ver Tobias Zingg doktorsritgerð sína: Holographic Models for
Condensed Matter (á íslensku: Þyngdarfræðileg heilmyndun í
þéttefnisfræði).

Andmælendur eru Amanda Peet, dósent við Toronto háskóla í Kanada, og
Koenraad Schalm, dósent við Leiden háskóla í Hollandi.

Leiðbeinandi Tobiasar er Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði, og með
honum í doktorsnefnd eru Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði, og
Þórður Jónsson, prófessor í eðlisfræði.

Fundur með erindi

Tími: 
26. maí 2011 - 16:30
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V.1.01

Georges Gonthier of Microsoft Research will give a talk at Reykjavik University, room V.1.01, on Thursday May 26. The meeting will start with refreshments at 4:30 pm and the talk will start at 5 pm. The title is: Verifying the Four Colour Theorem.

This is a joint event with ICE-TCS, the Icelandic Centre for Excellence in Computer Science at Reykjavik University.

Kynningarfundur um framhaldsnám

Tími: 
24. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 157 í VR-II

Það verður fundur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 24. mars í stofu 157 í VR-II, bygginu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 16:45 og lýkur 18:15.

Þetta verður kynningarfundur á framhaldsnámi í stærðfræði og tengdum greinum. Nemendum við HÍ og HR hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og mun félögum Íslenska stærðfræðafélagsins gefast kostur á að miðla reynslu sinni til þeirra. Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þá sem hafa lokið framhaldsnámi á þessari öld til að mæta.

Boðið verður upp á hressingu á fundinum.

Fundur með erindi

Tími: 
1. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu þriðjudaginn 1. mars í húsnæði Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1. Gestir eru beðnir um að ganga inn um aðalinngang skólans sem snýr að Kringlunni. Þar verður tekið á móti þeim og þeim vísað á réttan stað.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Umræðufundur um stærðfræði í framhaldsskólum

Tími: 
23. febrúar 2011 - 15:30
Staðsetning: 
Menntaskólanum við Hamrahlíð

Íslenska stærðfræðafélagið efnir til umræðufundar um stærðfræði í framhaldsskólum. Fundurinn verður miðvikudaginn 23. febrúar 2011 frá 15:30 til 18:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru velkomnir.

Aðalfundur 2011

Tími: 
12. janúar 2011 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélgasins verður haldinn kl. 16 miðvikudaginn 12. janúar í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Íslenska stærðfræðafélagið hefur aldrei átt sér skráð lög. Stjórn félagsins vill bæta úr því og hefur útbúið meðfylgjandi uppkast að lögum fyrir félagið sem verða lögð fram á fundinum.

Dagskrá fundarins verður:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

Jólafundur

Tími: 
30. desember 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Skála í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Hermann Þórssion flytja erindi sem hann nefnir: Um líkindahugtakið. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.