Við búum til spíral með því að skeyta saman hálfhringum. Byrjum með hálfhring með þvermál 2, næst tökum við hálfhring með þvermál 3, þar á eftir hálfhring með þvermál 4, o.s.frv. (sjá mynd). Hvað er spírallinn langur þegar við höfum skeytt saman 100 hálfhringum?