Tími:
2. september 2011 - 14:00
Staðsetning:
Í stofu 132 í Öskju
Föstudaginn 2. september fer fram doktorsvörn við Raunvísindadeild Háskóla
Íslands. Þá ver Tobias Zingg doktorsritgerð sína: Holographic Models for
Condensed Matter (á íslensku: Þyngdarfræðileg heilmyndun í
þéttefnisfræði).
Andmælendur eru Amanda Peet, dósent við Toronto háskóla í Kanada, og
Koenraad Schalm, dósent við Leiden háskóla í Hollandi.
Leiðbeinandi Tobiasar er Lárus Thorlacius, prófessor í eðlisfræði, og með
honum í doktorsnefnd eru Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði, og
Þórður Jónsson, prófessor í eðlisfræði.