Skip to Content

Stærðfræði á Íslandi

Helgina 18.-19. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi.

Þátttökugjald er 28.000 kr og innifalið í gjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldverður á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudeginum. Við vekjum athygli á því að drykkir eru ekki seldir á staðnum en þátttakendum er heimilt að taka þá með.

Gistiaðstaðan er í heimavistarstíl og mjög takmarkaður fjöldi einkaherbergja í boði. Salernisaðstaða er sameiginleg. Þátttakendur þurfa að koma með handklæði og rúmföt (sængurver, koddaver og lak). Ef þið viljið heldur gista í einstaklingsgistingu með meiri þjónustu bendum við ykkur á að athuga með hótelgistingu t.d. á Hvammstanga eða Laugarbakka. Munið eftir sundfötum!

Skráning fer fram á hlekknum: https://forms.gle/L4GoUWEDUhkyhU9JA
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst ef þið hyggist taka þátt.

Dagskrá:
Laugardagurinn 18. október

11:00 - 12:00 Mæting og skráning. Munið að taka með rúmföt og handklæði.
12:00 Hádegisverður
13:10 Ráðstefnan sett
13:20 - 13:40 Benedikt Steinar Magnússon - Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins
13:50 - 14:50 Bjarnheiður Kristinsdóttir - Kynning á aðferðum hugsandi skólastofu
15:00 - 15:30 Kaffi
15:30 - 16:10 Stefanía Benónísdóttir - Ef læknisfræðilegt próf gefur til kynna að þú sért með sjúkdóm, hverjar eru líkurnar á að þú sért með sjúkdóm?
16:20 - 17:00 Einar Bjarki Gunnarsson - Einföld slembilíkön af krabbameini
17:00 - 19:00 Frjáls tími. Munið að taka með sundföt.
19:00 Kvöldverður

Sunnudagurinn 19. október

8:00 - 10:00 Morgunverður
10:00 - 10:40 Ingólfur Gíslason - Stærðfræðiverkefni fyrir nemendur á aldrinum 6-106 ára
10:50 - 11:30 Jökull Ari Haraldssonv - Summan
11:40 Hádegisverður
12:40 - 13:20 Arnar Bjarni Arnarson - Constructing Graphs with Given Degree
13:20 - 14:00 Þorkell Helgason - Hvernig reiknast menn á þing?
14:10 - 15:00 Bergur Snorrason
15:00 Kaffi og ráðstefnu slitið